Gunni Sig ehf býður upp á skotvopnalínuna SYREN frá Caesar Guerini s.r.l og Fabarm s.r.l. fyrir íþróttaskotfimi og veiðar fyrir konur.
Til margra ára hafa framleiðendur velt því fyrir sér hvort þeir eigi að hanna og framleiða skotvopn sérstaklega fyrir konur. Þar til nýlega hafa byssuframleiðendur almennt litið svo á að markaðurinn sé of lítill og því ekki farið út í hönnun eða framleiðslu. Aðrir hafa boðið upp á skotvopn sem eru hönnuð með hálfum hug eða farið í að stytta skeftin svo byssurnar passi konum betur en oftast endað með döprum árangri.
SYREN er allt annað, Caesar Guerini s.r.l. og Fabarm s.r.l. ákváðu að taka höndum saman og stofna sér hönnunardeild sem er stjórnað og saman sett af kvennfólki sem hefur eitt sameiginlegt markmið, hanna íþróttaskotfimi- og veiði haglabyssur sem passa sérstaklega konum miðað við líkamsbyggingu kvenna.
Eftir mikla rannsóknarvinnu, ósérhlífni og áræðni var niðurstaða þeirra vinnu SYREN, haglabyssur uppbyggðar á reynslu fyrirtækjana við framleiðslu á haglabyssum. Bæði fyrirtækin eru þekkt fyrir góða hönnun, endingu, fágun og nákvæmni, hvort sem kemur að smíðum eða notkun.
Það sem gerir SYREN línuna sérstaka er hönnunin. Líkamsbygging kvenna er ekki eins og karla og því hafa ómeðhöndluð/óbreytt skotvopn almennt ekki passað/henntað konum. Þetta hefur orsakað að margar konur gefast upp og hætta því árangur lætur á sér standa.
Hlutföll líkamshluta á konum er almennt önnur en á karmönnum. Sem dæmi um mismun má nefna háls, konur eru almennt með hlutfallslega lengri háls en karlmenn sem leiðir til þess að konur sem nota „hefbundnar“ haglabyssur eru almennt að horfa ofan á miðunarlistan eða verða að halla höfði til hliðar, sem á ekki að gera, til að sjá rétt eftir listanum. Annað sem má nefna er fjarlægðin frá skeftishaldi að gikk, almennt eru konur með styttri putta en karlmenn og eru því ekki að ná í gikkin með fingurbjörginni eins og á að gera þegar konur nota „hefbundnar“ haglabyssur. Sverleiki skefta, hæðarhlutfall undir kynnbein omfl hefur verið tekið tillit til þegar kemur að hönnuninni.
Hér að framan eru fá atriði nefnd en mikið meira liggur að baki fræðinar sem notuð er við framleiðslu SYREN línunar.
SYREN línan er fyrsta heildstæða skotvopnalína í heiminum sem er hönnuð frá grunni af konum fyrir konur og hefur hönnunarteymi SYREN línurnar lagt mikið á sig til að fynna útfærslur sem henta flestum konum. Í dag hefur SYREN verkefnið náð miklu flugi í Bandaríkjunum og Bretlandi ásamt fleirri löndum í Evrópu.
Slagorð verkefnisins er „No More Compromises“ eða „Engar Fleirri Málamiðlanir“, því markmiði hefur hönnurteimi SYREN svo sannalega náð.