Skip to content Skip to footer
Um Gunni Sig og Veiðbúðina

Áherslan verður fyrst og fremst á skotvopn sem eru hönnuð af konum fyrir konur

Gunni Sig ehf er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu Gunnars Inga Gunnarssonar sem hefur það að markmiði að bjóða upp á vönduð, áræðanleg og góð skotvopn frá tveimur ítölskum skotvopnaframleiðendum. Áherslan verður fyrst og fremst á skotvopn sem eru hönnuð af konum fyrir konur en einnig verður boðið upp á alla flóru framleiðandana fyrir þá sem vilja fjárfesta í þeim skotvopnum sem framleiðendurnir bjóða og heimilt er að selja á íslandi.

Vörusala mun til að byrja með fara alfarið í gegnum heimasíðu Gunna Sig ehf, www.veidibudin.is, til að byrja með en með tíð og tíma munu vörur félagsins færast inn í verslun/verslanir þar sem hægt verður að sjá og þreifa á vörunum.  Þar sem verslunin er ný á nálinni mun vöruflóra og þjónusta félagsins taka miklum breytingum á næstu árum og því gott að fylgjast vel með.

 

Stefnan er að bjóða upp á fleirra heldur en skotvopn og fylgihluti, má meðal annars nefna fræðslu og afþreyingu af ýmsu tagi hvort sem verður í gegnum veraldarvefin eða á annan máta.

Fagleg og persónuleg þjónusta verður merki félagsins og allt gert til að gera upplifun viðskiptavina góða og þægilega með því að aðstoða og leiðbeina viðskiptavinum á sem bestan máta.

Af hverju Gunni Sig?

Best þekktur innan skotíþrótta- og veiðisamfélagsina sem Gunni Sig hjá SR, ISSF skotfimileiðbeinandi og dómari.

Gunnar Sigurðsson er faðir eiganda og var best þekktur innan skotíþrótta- og veiðisamfélagsina sem Gunni Sig hjá SR, ISSF skotfimileiðbeinandi og dómari. Gunni Sig eyddi lunga af sinni æfi og hafði til langs tíma lagt mikið upp úr að deila þekkingu sinni á skotfimi til annara og var markvist að reyna ná konum inn í sportið sem honum tókst upp að ákveðnu marki. Þar sem faðir minn Gunnar Sigurðsson (Gunni Sig) er ekki lengur með okkur hef ég, sonur Gunna Sig, ákveðið að heiðra vinnu föður míns. Ég ætla að halda áfram með hans vinnu, taka verkefnið skrefinu lengra og ætla að gera tilraun til að halda verki föður míns áfram með því að opna þessa vefverslun með skotvopnum hönnuðum af konum fyrir konur frá ítölsku framleiðundunum Caesar Guerini og Fabarm. Líkt og áður hefur verið sagt verða “hefbundin” skotvopn einnig í boði.