Skip to content Skip to footer

Skefti í hærri gæðum, með sérvalinni Tyrkneskri Valhnetu, eru handunnin og olíuborin eftir kúnstana reglum og auðvelt að viðhalda. Veiðihaglabyssurnar “Field guns” koma með handunnu, stílhreinu “Prince of Wales” skefti. Handunna, rúnaða skeftisgripið er öðruvísi en hefbundin vélunnin handgrip sem gefur haglabyssunum sérstætt útlit. Án allra hvassra brúna, verða byssurnar þægilegri í meðhöndlun óháð stærð handar. Glæsilegir útskornir skeftisendar fullkomna “Prince of Wales” skeftin.

Keppnishaglabyssurnar koma með skambyssugripi (Pistol grip) skefti hönnuð að þörfum skotíþrottafólks og hafa gúmmípúða á skeftisendanum. Skeftin koma með T-lykli til að losa skeftin ef á þarf að halda. Vandaðri byssurnar í veiði- og skotfimilínum eru með innfeldum tanga sem teygir sig niður eftir framanverðu skeftisgripinu og undir skeftisenda, fest í botn skeftisgrips til að passa að engar skrúfur séu þar sem hendi kemur við skefti. Löng gikkhlífin tengist í fullkomnum tangboga niður á botn skeftisgrips.

Allar byssurnar koma með samstæðum við í forskeftum og skeftum. Veiði módelin koma með stílhreinum rúnuðum forskeftum “round” eða skegg forskeftum “Schnabel”. Sporting línan kemur oftast með skegg forskeftum “Schnabel” á meðan Trap línan kemur með Bjór-skott “Beavertail” forskefti. Öll forskefti koma með Anson losunarhnappi “Anson-style” sem auðvelt er að nota og eru almennt fagurfræðilega meira aðlagandi en hefbundnar forskeftislæsingar. Anson hnappurinn verðu yðulega fyrir valinu hjá byssusmiðum þegar kemur að vönduðum, stílhreinum og/eða sérsmíðuðum skotvopnum.