Sleppa og fara að efni Skip to footer

Þvert á það sem almennt er haldið er einfaldara að smíða hálfsjálfvirkar haglabyssur heldur en tvíhleypur. Engu að síður þurfa hálfsjálfvirkar haglabyssur að vera meðfæranlegar, öruggar og lausar við galla sem draga úr líftíma. Góð hálfsjálfvirk haglabyssa þarf að draga úr bakslagi, geta notað allar skothleðlur í veiðiskotum sem passa án þess að tapa skotgetu sem skotvopnið er hannað fyrir.

Cæsar Guerini hefur þessa mikilvægu eiginleika að leiðarljósi við hönnunarferlið og býður upp á heilstæða línu af bakslagsskiptum hálfsjálfvirkum haglabyssum sem mæta þörfum veiðisamfélagsins.

Bakslagsskiptar hálfsjálfvirkar haglabyssur sem Cæsar Guerini býður upp á virka á eftirfarandi máta:

  • Sérhannaður tvöfaldur diskagormur er staðsettur fyrir framan hleðslutúpuna undir hlaupinu. Ef annar gormurinn gefur sig mun skotvopnið engu að síður virka. Með því að nota mykri og sveigjanlegri gorma minnkar bakslagið.
  • Þrýstikraftarnir sem koma frá bakslaginu eru í stykki sem er staðsett fyrir framan gormana en ekki fyrir aftan, gerir hlaupið stöðugra, meðhöndlun verður þægilegri og notandi fynnur minna fyrir bakslagi.
  • Hleðslusleðinn er samtengdur með tveimur samhliða slám sem auka stöðugleika. Hleðslugormurinn er staðsettur utan um skotgeymirinn og því mjög einfalt að taka gorminn og hreinsa. Með því að hafa gorminn utan um skotgeymi, samhliða hlaupinu, nýtast kraftarnir frá bakslaginu betur við endurhleðslu, hreifing á hlaupinu verður minni á milli skota og endurhleðslutíminn styttri. Þessi uppsettning er einstæð þegar borið er saman við sambærileg kerfi í hálfsjálfvirkum haglabyssum þar sem hleðslugormurinn er staðsettur í skeftinu og því hallandi um 12 – 14° sem leiðir til stefnufærslu bakslagskrafta og þar að leiðandi meiri hreifingu á hlaupi milli skota.