Sleppa og fara að efni Skip to footer

Hlaupin eru unnin úr massívum stöngum úr Chrome-Moly stáli sem eru boruð og hónuð til að ná fram bestu nýtingu og nákvæmni. Áferðin er óaðfinnanleg þar sem fægiferlið er tvíþætt, fyrst í höndum og svo með vél. Boðið er upp á mismunandi gerðir af miðunarlistum eftir hver tilgangur notkunarinnar á að vera. Stöðluðu veiðihaglabyssurnar koma með loftuðum (ventilated) miðunarlista á meðan vandaðri veiðihaglabyssurnar koma með mjókkandi (solid tapered) miðurnarlista. Miðunarlistarnir eru þjalaðir og koma með kopar miði. Keppnisbyssurnar koma með hvítu miði á 10mm mjókkandi miðunarlista. Langsum fræsing á miðunarlista gefur notanda færi á nákvæmari miðun.

Hægt er að óska eftir að hlaupin gangist undir “Steel Shot” próf.* Ein af nýungunum fyrir 12 ga er nýleg borunartækni sem kallast “Maxisbore” (Grái hlutin á eftri myndinni fyrir neðan).  Þessi borunartækni hefur verið sammtvinnuð við nýja útfærslu á  innri þrengingu í hlaupinu kallað “Duocone” (Blái hlutinn á efri myndinni fyrir neðan). Með því að blanda saman “Maxisbore” og “Duocone” helst hraði haglana betur en oft áður, afmyndun hagla í hlaupi minkar, dregur úr bakslagi og dreifing verður betri.

Hægt er að útvega svokölluð “RAEY” hlaup (Sjá neðri mynd fyrir ofan) sem eru notuð við létmálsbyssurnar “Light”, þessi hlaup eru sérstaklega hönnuð fyrir veiðar á skógarhana og ættu því að  hentað vel á rjúpuna hér á íslandi. Í þessari samsetningu koma efri hlaupin með skiptanlegum “Maxischoke” þrengingum en neðra hlaupið er með síðustu 14 cm borað á ákveðin máta sem leiðir af sér breiða og jafna dreifingu hagla, jafnvel á 8 – 10 metra færi.

Samhliða “Maxisbore” verkefninu er “Maxischoke” skiptanlegar þrengingar. “Maxischoke” eru lengri en “Selectachoke” þrengingarnar. Uppbygging fláa “Maxischoke” er mýkri og leiðir til betri dreifingar hagla. Allar þrengingar í Ceasar Guerini línunni (“Selectachoke” og “Maxischoke) eru úr sértakri ál/stál málmblöndu og hafa mikið slitþol. Mismunandi þrengingar eru í boði fyrir veiði- og keppnishaglabyssur.

*Eigandi Gunni Sig ehf hefur ákveðið að allar haglabyssur sem fluttar eru til landsins munu ganga undir “Steel shot” próf þar sem við á og verður þetta próf staðlaður viðauki á öllum skotvopnum frá Cæsar Guerini sem Gunni Sig ehf mun bjóða.