Skip to content Skip to footer

SYREN Elos N2 Sporting 76cm – Y/U tvíhleypa

520.000kr.

Við hönnun á hinni nýju Syren Elos N2 Sporting var lagt upp með að búa til fullkomna byssu fyrir íþróttaskotfimi – byssu sem eigandinn vill nota aftur og aftur. Fyrsta markmiðið var að gera byssuna meðfæranlega og þægilega í notkun.

In stock

Description

Til að ná þessu markmiði var hlaupið endurhannað, gert léttara án þess að hafa áhrif á getu byssunar, sem gerir N2 að einum af þægilegustu íþróttaskotbyssunum til að meðhöndla á markaðnum í dag. Hugmyndafræðin á bak við hönnun Elos N2 er að byssan passi kvennkyns notandum, en ekki eru allar konur eins. Til að mæta þörfum flestra kvenna var Elos N2 hönnuð með það í huga að sem flestar konur geti notað byssuna. Til að ná enn betur utan um flóru kvenna sem getur notað byssuna var sett inn “Micro 3D™” stillanlegt skefti, stillanlegur gikkur og útskiptanlegur skeftispúði sem gerir Syren Elos N2 Sporting að frábæru vali fyrir konur í íþróttaskotfimi.

Það fyrsta sem tekið er eftir þegar folk sér Elos N2 eru hrein lögun og undirstikaður glæsileiki. Skotverkið eru með mjúka satin áferð til að draga úr glampa, skreytt með fíngerðum útskurði og heiti byssunar í hvítum og fjólubláum litum. Skeftin eru smíðuð úr tyrkneskri Valhnetu og hafa verið meðhöndluð samkvæmt Triwood™ aðferðarfræðinni, sem eykur vatnsheldni viðarins. Engar málamiðlanir voru gerðar þegar kemur að frammistöðu vopnsins. Með Elos N2 koma 5 Exis HP™ þrengingar ofan á Tribore HP™ hlaupin til að ná fram því besta út úr byssunni.

Frekari upplýsingar má finna í hér.

 

Additional information

Gauge

12 / 76mm

Lengd hlaups í mm

760 mm

Hlaupgerð

TRIBORE HP™

Þrengingar

5 stk EXIS HP™ keppnisþrengingar

Nothæf með stálskotum

Miðunarlisti

Mjókkandi með loftun

Miðunarpunktur

Hvítur "Bradley style" að framanverðu, koparkúla á miðju

Skefti / Forskefti

Monte Carlo með stillanlegum Micro-Metric 3D™ gúmmíkambi / Schabel forskefti. Tyrknesk Valhneta varin með TRIWOOD ™ húðun.

Flái aftan á skefti

7° ofan frá og niður

Skeftispúði

Svartur gúmmí (Microcel 22mm)

Skeftislengd (L.O.P)

353mm að gikk

Heildarlengd

1.200mm (með 760mm/30" hlaupi)

Mál niður á skeftiskamb (Drop)

38/44/63 (1,5"/1,75"/2,5")

Gikkur

Stillanlegur

Öryggi

Vallægt handvirkt

Þyngd

3,4 kg

Hægri eða vinstri handar

Hægrihandar

Pökkun

ABS harðskeltaska

Þrýstiprófun

1630 BAR

Framleiðandi

FABARM S.r.L