Sleppa og fara að efni Skip to footer

Hönnun sem stenst tímans tönn.

Allmennt talað, allir fletir sem snertast við opnun og lokun skotvopna slitna við mikla og langvarnadi notkun.

Algengustu slitin eru:

  • Slit á hlauplás, leiðir til misfellu á miðunarlista.
  • Slit á forskeptisjárni, leiðir til slægrar opnunar og lokunar.
  • Slit milli skot- og gikkhúsa út frá lömum. Álagið sem myndast við að hleypa af skotum myndar bil á milli skot- og gikkhús sem setur mikið álag á lamir og hlauplás óháð staðsettningu.

Nú til dags bjóða flestir skotvopnaframleiðendur upp á viðhaldsþjónustu fyrir þeirra vörur nánast óháð ástandi vopnana. Þjónustan er ýmist bundin einhverju ákveðnu stykki/slitfleti eða í almennri yfirferð á skotvopninu, sem dæmi:

  • Skipta um hlauplás til að minnka bil milli hlaups og gikkhús vegna slits í sumum skotvopnum.
  • Minnka aukið bil milli hlaups og gikkhús vegna slits á lömum í sumum vopnum.
  • Skipta út lamapinnum, sem er eingöngu hægt þegar lamakerfið er hannað til slíkrar útskiptinga. Mjög fáir framleiðendur bjóða upp á þennan valkost þar sem útskipti á lömum/hjörum á skotvopnum er mjög vandasamt og flókið ferli. Flestir lærðir byssusmiðir eru ekki í stöðu til að takast á við svona verkefni vegna tæknilegra þátta (vöntun á sérhæfðum verkfærum í verkið, getan til að hita rétt svo hægt sé að skipta út og setja lamirnar aftur á sinn stað án þess að eiga í hættu að eitthvað skemmist, skemma yfirborðsherslu oþh) ásamt því að eiga í hættu að skemma varanlega ýtra útlit á skotvopninu.

Eina sanna lausnin er Invictus kerfið

Með þessu byltingarkennda kerfi eru útskiptanlegar „Invictus Cam“ lamir/pinnar notaðar í staðin fyrir hefbundnar pinnalamir, festar á skothúsið í staðin fyrir láshúsið. Fyrir vikið er mun einfaldara að skipta slitfletinum út án sértækrar þjálfunar eða verkfæra.

„Invictus System“ kerfið stoppar ekki við lamir, það nær lengra en svo. Einnig er hægt að skipta út slitfleti sem er í neðri hluta gikkhúsins, þar sem hlaup og skepti festast saman, með því að skipta út „Invictus Block“ sæti – byssan verður sem ný. (Tilbúin að skjóta 1 milljón skota)   Læsingarfletir „Invictus System“ kerfisins eru almennt stærri en gengur og gerist hjá öðrum skotvopnaframleiðendum á markaðnum í dag.

Til að auka þægindi notenda Invictus skotvopna við að opna og loka byssunum hefur verið hannað í forskeptið nýr búnaður sem kallast „DTS Action Controle System“. Þetta kerfi gerir notendum kleift að stilla hversu stíf eða létt opnun eða lokun byssunar er, eina sem þarf er 3mm sexkantur.

Þessi nýjung bíður upp á að létta á opnun þegar byssan er ný eða herða að/minnka bil þegar komið er slit á milli gikk- og skothús vegna langvarandi notkunar. Að auki, eykur þessi eiginleiki endingu allra slitflata.  Hver notandi/eigandi er með fullkomna stjórn á stífleika opnunar/lokunnar byssunar og þarf ekki lengur að sætta sig við of stíft nýtt skotvopn eða of laust gamalt skotvopn. Fulkomin stjórnun eftir þörfum notanda/eiganda.