Skip to content Skip to footer

SYREN Tempio Sporting – Y/U tvíhleypa

765.296kr.

Syren Tempio var hönnuð til að vera hin fullkomna íþróttahaglabyssa fyrir alla, frá byrjendum til heimsklassa skotíþróttakonum. Til að ná fram góðu jafnvægi og meðhöndlun hafa hlaupin verið endurhönnuð, eru léttari en hefbundin hlaup án þess að draga úr gæðum. Annað sem hefur verið breytt eru skeftin, lagt er upp með að bjóða upp á haglabyssu sem passar konum betur en nokkru sinni fyrr. Skeftinu var breytt að öllu leiti, ekki aðeins til að haglabyssan passi betur heldur einnig til að draga úr bakslagi.

In stock

Description

Tempio Sporting inniheldur langan lista af frammistöðueiginleikum sem gerir byssuna að frábærri keppnisbyssu. Líkt og í Syren Julia eru hlaupin yfirboruð og innihalda 125mm (5”) innri þrengingu sem dregur úr bakslagi og gefur jafnari dreifingu hagla. Að auki hafa hlaupin og innri hluti þrenginga verið harðkrómuð til að auðvelda hreinsum og viðhald. Gikkurinn er stillanlegur og með 1360gr (3,5lb) skarpri togþyngd.

Fagurfræðilega markmiðið var að hanna hefbundið en tígnalegt skotvopn, en áberandi á þann máta að það skilur sig frá karlkyns hönnunum. Útskurðurinn sýnir gylta rósarvendi og fléttur á stílhreinan og tignarlegan máta. Skeftin eru úr olíuborinni, handpóleraðri hágæða tyrkneskri Valhnetu. Niðurstaðan er haglabyssa sem er glæsileg og hagkvæm.

Frekari upplýsingar um “Y/U tvíhleypur” má fynna í hér.

 

Additional information

Gauge

12 / 70mm

Hlaupgerð

DuoCone / MaxisBore

Lengd hlaups í mm

710mm / 28"

Nothæf fyrir stálskot

Miðunarlisti

Mjókkandi, loftað

Miðunarpunktur

Hvítur sporöskjulaga

Skefti / Forskefti

Monte Carlo með pistol grip handfangi / rúnað með Anson losunarhnappi

Flái aftan á skefti

Skeftispúði

20mm mjúkur gúmmí

Skeftislengd (L.O.P)

356mm

Mál niður á skeftiskamb (Drop)

35/45/64

Öryggi

Vallægt handvirkt

Þyngd

3,7 kg

Hægri eða vinstri handar

Hægrihandar

Pökkun

ABSPro SYREN harðskeltaksa, læsanleg

Þrengingar

MaxisChoke keppnisþrengingar