Skip to content Skip to footer

Eiginleikar og kostir

Fabarm SDASS haglabyssurnar eru vel þekktar fyrir endingu og gæði þegar kemur að skotvopnum framleidd í Ítalíu. SDASS veiðibyssurnar eru mjúkar og léttar í hleðslu vegna samtengdra hleðslusleða, ekki tvær stakar stangir hvoru megin í hleðslurenninni. Létt og sterkbyggt skothús, fræst úr ERGAL 55 steypuáli, létt rafhúðuð skotgeymslutúpa, búa til frábært jafnvægi í haglabyssunni. TRIBORE HP hlaupin eru notuð í SDASS haglabyssurnar til að ná fram minna bakslagi og betri ákomu hagla á bráðina. Skeftin eru úr synthetísku efni, húðuð með SOFT TOUCH tveggjaþátta stömu lakki sem bætir grip í öllum veðráttum.

Gikkhlífin er í yfirstærð og gikköryggið er framan á gikkhlífinni, aðgengilegt frá báðum hliðum fyrir fullkomna stjórnun haglabyssunar þó notandi sé í þykkum veiðivetlingum.

Uppbygging byssunar gerir það að verkum að ekki er hægt að hleypa skotpinna af ef skotgeymi er ekki fullkomlega lokað. Ef skotgeymi hefur ekki verið lokað að fullu stoppar sleðinn hamarinn og kemur í veg fyrir að hamarinn fari á skotpinnann.

SDASS haglabyssurnar eru hannaðar með hagkvæmni í huga og því er mjög auðvelt og fljótlegt að taka byssurnar í sundur og setja saman.