Sleppa og fara að efni Skip to footer

Töskurnar, skotmotturnar og byssubakpokarnir eru framleiddar til að endast, því eru eingöngu bestu
Efnin notuð! ULFHEDNAR® er með 0% markmið varðandi ábyrgðarmál. ULFHEDNAR® vill ekki að notendur vörunar lendi í vandræðum langt upp á fjalli eða á heiðum vegna þess að varan bilaði. Gríðarlegar gæðakröfur samanlagt
með nýstárlegum lausnum gerir Ulfhednar að sönnum sigurvegara!

“FIELD” línan frá ULFHEDNAR® er ódýrari lína af byssubakpokum, mottum og töskum. Línan er engu að síður hönnuð með sömu gæðakröfum.

Geymslutaska (Rangebag) “FIELD”

Léttar alhliða geymslutöskur til að taka með búnað á skotsvæðið eða í veiðina fyrir bæði riffil (Stór) og skammbyssu (lítil). Vasar á öllum hliðum, einn stór vasi sem breytist í viðhaldsmottu/borð með mjúku yfirborð. Stóra geymslutaskan er með innri poka sem hægt er að taka úr til að auðvelda aðgang, poki fyrir tómar patrónur og flöskuhaldari. Axlarólar mótaðar að líkamanum. Velcro-platti á einum af framvösunum. Aðalrennilás er læsanlegur. Vasi fyrir merkispjald. (YKK®, UH-Tex™, G.S.I, UH-Web™)

UH011 Stór Geymslutaska (Rangebag) „Field“ (Málsettningar 60x40x25cm, 2000gr)

UH013 Lítil Geymslutaska (Rangebag) „Field“ (Málsettningar 40x30x20cm, 1100gr)

Byssubakpokar „Field“

Byssubakpokar/töskur til allra nota, í öllum stærðum og gerðum. Koma allir með stillanlegum bakpokaólum mótaðar að líkamanum. Stórir vasar að utan. Mikill burðarstyrkur! Aðalrennilásinn er læsanlegur. Vasi fyrir merkispjald.
(YKK®, UH-Tex™, G.S.I, UH-Web™)

UH032 Byssubakpoki/taska „Field“ (Málsettningar 120x30x10cm, 2600gr)

Léttur byssubakpoki/taska með axlarólar mótaðar að líkamanum. Mikill burðarstyrkur. Stórir vasar að utan, sér vasi fyrir hreinsistangir, lóðréttar Molle-festingar fyrir aukabúnað. Læsanlegur rennilás. Vasi fyrir merkispjald.

(YKK®, UH-Tex™, G.S.I, UH-Web™)

UH021 Skotmotta mjúk „Field“ (málsettningar 180x75x1cm, 700gr)

Einstaklega létt skotmotta. Mjúk að innan. Fer lítið fyrir mottunni þegar hún er upprúlluð, Ø15cm. Stammt efni undir olnboga. Burðarhandfang og hægt að hengja á byssubakpoka með carabínu. (UH-Tex™, G.S.I, UH-Web™)

UH010 Geymslutaska (Rangebag) „Riffill“ (málsettningar 60x40x25cm, 2500gr).

Sterk og öflug taska búin til úr Caordura®

Þessi taska býður upp á margar frábærar nýjungar! Stillanleg axlaról mótuð að líkamanum. Vel bólstruð taska til að vernda innihaldið í öllum rýmum, innan sem að utan. Molle-festingar á topploki fyrir það sem þú vilt. Velcro á einum vasa að framan. Stór ytri vasi sem hægt er að breyta í viðhaldsmottu. Í töskunni er einnig er að fynna hreinsimottu fyrir riffla. Kemur með flöskuhaldara og poka fyrir tómar patrónur. Læsanlegur rennilás. Vasi fyrir merkispjald.         (Cordura®, YKK®, UH-Web™, G.S.I)

UH031 Byssubakpoki með ferðabakpoka-burðarólum. (Málsettningar 120x30x12cm, 3250gr).

Þessi byssubakpoki var einn af tveimur vörum ULFHEDNAR® sem var valin sem besta mjúka byssutaskan 2023 „Best overall soft rifle case 2023“ af tímaritinu OutdoorLife.*

Það er ekki ofsagt að segja að hér er á ferðinni einn besti byssubakpoki sinnar gerðar! Einstakt burðarkerfi með stillanlegum axlarólum mótuðum að líkamanum. Mjaðmabeltið er breitt, leggst vel að líkamanum, er stillanlegt og hannað til að tryggja þægindi, jafnvel í löngum ferðum með mikin þunga. Mikill burðarstyrkur. Á mjaðmabeltinu er að fynna Molle-festingalykkjur. (Frh-GIG)

Byssubakpokinn er vel bólstraður og veitir því góða vörn þegar gengið er til fjalla, hlutir geymdir í pokanum eða þegar verið er að ferðast á annan máta. Stórir bólstraðir vasar með þægilegt aðgengi. Sér vasi fyrir hreinsistangir. 

Lóðréttar Molle-festingar til að henga aukabúnað við bakpokan, t.d. þrífót, skotmottu oþh. Hlífðarhetta á toppi pokans yfir plaupi riffils. Mjög sterk handföng ef á þarf að halda, draga. Læsanlegur rennilás. Vasi fyrir merkimiða. Velcro-platti framan á einum vasanum. (Cordura®, YKK®, UH-Web™, G.S.I)

Þennan poka er hægt að panta með 140cm hólfi. (Málsettningar 140x30x12cm, 3550gr)

UH040 Mjúk Byssutaska/skotmotta (140x30x7cm, opin: 200x105x3cm, 4500gr)

Þessi mjúka byssutaska var val herdeildar hjá ónefndum her árið 2023.

Fyrsta varan sem ULFHEDNAR® framleiddi og setti á markað hefur farið í gegnum röð af úrbótum frá því varan kom fyrst fram. Samsett sem mjúk byssutaska og skotmotta. Molle-festingar lárétt sem lóðrétt. Stillanlegar ferðabakpoka burðarólar af bestu gerð, mótaðar að líkamanum. Mikil burðargeta. Hönnuð með þægindi í huga, ólar og vasar fynnast ekki í gegnum þykka fóðringuna þegar legið er á mottu uppsettningunni, ein sú besta á markaðnum. Mikil einangrun við allar aðstæður.

Kemur með sér hólfi fyrir hreinsistangir, geimsluband fyrir allt að 10 skot, vasi fyrir D.O.P.E. og motta fyrir tvífót.

Top-Grip® gúmmí undir olnboga til að mynda stöðugleka við skot, jafnvel í snjókomu og frosti. Læsanlegur rennilás. Vasi fyrir merkispjald. (Cordura®, YKK®, UH-Web™, G.S.I)

UH041 Mjúk Byssutaska/skotmotta „ELR“* (160x35x7cm, opin: 220x105x3cm, 5150gr)

Hér kemur hin varan úr vali OutdoorLife* tímaritinu sem besta ELR taskan, „Best Case for ELR Rifles“.
Þessi taska er í raun eins upp sett og UH040 taskan nema hugsuð fyrir ELR markriffla eða skotvopn með lengra hlaupi hvort sem um riffil eða haglabyssu sé að ræða.
*(ELR = Extreme Long Range)

UH020 Skotmotta, upp rúlluð (75x180cm, 2000gr)

Mjög góð einangrun í þessari mottu. Er þétt og hentar því erfiðum aðstæðum. Gripgott gúmmí undir olbogum. Kemur með mottu fyrir tvífót. (UH-Tex™, UH-Web™, G.S.I)

UH021 Skotmotta, í poka (90x200cm, 900gr)

Einföld skotmotta sem ver notanda fyrir mold og vatni. 1000D gúmmíblandað polyester efni. Kemur í 12x25cm poka. (G.S.I)