Sleppa og fara að efni Skip to footer

Eiginleikar og kostir

Hvað varðar hefbundin 12 Ga hlaup (ᴓ18,4 mm) þá skiptir máli hvernig núningur hagla inn í hlaupinu er á leiðinni út. Þau högl sem snerta hlaupið að innanverðu afmyndast og missa hraða samanborið við högl sem fara um miðju hlaupsins án snertingar. Afleiðingin, mikill hraðamunur verður á milli hagla úr skotinu sem notað er, dreifingin verður ílöng og ónákvæm ásamt að skapa vandamál við að ná skilvirku og nákvæmu skoti.

TRIBORE HP hlaupið minkar núninginn á milli hagla og hlaupsins. Hraði allra haglana er því jafnari þannig að ákoma haglana er því mun þéttari og betri. Þannig er TRIBORE HP hlaupið skilvirkara, með þéttari ákomu hagla, hvort sem verið sé að veiða eða æfa leirdúfuskotfimi.

TRIBORE HP hlaupið er eina hlaupið í heiminum (Miðað við alþjóða CIP regluverkið) sem bíður upp á að skjóta afkastamiklum stálskotum með þrengingum þrengri en Modified (***1/2), jafnvel eru XTREME 0,9 þrengingarnar frá FABARM nothæfar.

Endurhleðslan fer í gegnum loftþrysting sem myndast í hlaupinu þegar hleypt er af skoti, gasskipt. Þrýstingurinn ýtir aftur stimpilhring með polymere gúmmíi aftur sem virkar eins og bremsa ef of mikill þrýstingur kemur á stimpilinn þegar hleypt er af skoti..  Með þessari ventlalausu útfærslu ræður byssan við allar gerðu skota og dregur mikið úr bakslagi frá skotinu.

Haglabyssur með Puls Piston kerfinu er með hraðasta endurhleðsluferilinn sem þekkist í hálfsjálfvirkum hagalabyssum eða 5 skot á 0,31 sekundum, sá keppinautur sem kemmst næst þessu er 36% hægari.

Minni hreifing á milli skota, miðunarleiðréttingin á XLR byssunum á skotmark í 35 metra fjarlægð er allt að 30% minna heldur en hjá samkeppnisaðilum. Mælt með háhraða myndavél á rannsóknastofu.

Endurhleðslugormurinn á utanverðri hleðslutúpunni er fullkomlega samhliða hlaupinu. Það gefur af sér meiri stöðugleika þegar skotið er heldur en á haglabyssum þar sem bormurinn er í skeftinu  þar sem gormurinn er í ca.15° halla miðað við afstöðu hlaupsins.

Fullkomin hönnun og einföld samsettning. XLR og L4S eru haglabyssur þar sem forskeftið er fullkomlega aðsniðið að skothúsinu sem gerir samsettningu einfalda. L4S er með skrúfuhettuna áfasta fremmst á forskeftinu. Þessi hönnun gerir það að verkum að fljótlegt er að festa eða losa forskeftið án þess að eigi í hættu á að tína skrúfuhettunni.