Skip to content Skip to footer

Stálskot: Fabarm í fararbroddi

Sérstaða: Haglaskot með stálhöglum og kröftugri hleðslu er hægt að nota með INNER HP™ og EXIS HP™ þrengingum sem eru þrengri en Modified (***1/2), jafnvel í löngu 0,7 og xtream 0,9 þrengingum. Engin annar framleiðandi bíður upp á sömu kosti.

Allir skotvopnaframleiðendur í dag heimila notkun stálhagla með þrengingum frá Cylender til Modified. Allar aðrar þrengingar eru merktar <<Do not use for steal shot>>. Þessi takmörkun er byggð á hinu Evrópska CIP regluverki sem snýr að notkun stálhagla.

Myndirnar fyrir ofan sýna (50mm þrengingu, aðrar geta verið 65mm) að 50mm þrengingin er 40mm kónísk og 10mm Cylender til að koma stöðugleika á höglin áður en höglin fara út úr hlaupinu. Með Modified þregningu (Þvermál þrengt um 0,5mm miðað við hlaupþvermál) er kóníski hlutin u.þ.b. 1 gráða. Er það ástæðan af hverju CIP reglur gefa út að Modified þrengingar sé mesta þrengingin sem má nota með stálskotum.

Í dag er Fabarm eini framleiðandinn sem gefur notendum Fabarm skotvopna möguleikan á að nota haglaskot með stálhöglum, óháð hleðslu, með Improved Modified þrengingum (INNER HP™ og EXIS HP™ LONG 0,7) og Full chock (INNER HP™ og XTREME 0,9). 

Hvernig er þetta hægt ?

  1. Með því að lengja þrengingarnar:
  • Inner HP™ 12Ga: 82mm (3,23“)
  • Inner HP™ 20Ga: 82mm (3,23“)
  • Exis HP™ 12 Ga: 92mm (3,62“)
  1. Með því að breyta beina hluta kóníska hlutans í þrengingunni í samhliða aðsveigða veggi (Hyperbolic curved) (Engar brúnir, minna viðnám, meiri hraði)

Niðurstaðan:

 

Athugasemd:

A

Að hafa þann möguleika á að nota þrengingar þrengri en Modified er mikill kostur. Nánar tiltekið, keppinautar með Modified þrengingar eru með um 76% ákomu á skotmarkið á meðan Tribore HP hlaup með XTREAM 0,9 þrengingu er með um 89% ákomu.

Með því að nota FABARM XTREAM 0,9 þrengingu fæst 15% meiri ákoma á skotmark heldur en hjá samkeppnisaðilum.

B

Þessi árangur næst ekki engöngu með þrengingunum heldur einnig með TRIBORE® hlaupinu. (Einkaleyfi)

TRIBORE hlaupið er eina hlaupið sem hefur ekki ókosti margra boraðra hlaupa, slæmt gegnumflæði ! Tilgangur boraðra hlaupa er að ná fram jafnari dreifingu. Þessari nýjung er ætlað að auka þvermál til að minnka núning og þar að leiðandi hættuna á að aflaga höglin. Upphaflega var hönnuninni ætlað að ná betri skottækni (Sporting og Trap) þar sem veiðar á dyrum er ekki markmiðið, innkoma, heldur að ná  betri dreifingu á höglum sem hentaði leirdúfuskotfimi.

Oft er „innkoma hagla“ vandamál með hefbundin yfirboruð hlaup: Þrystingsþjöppunin er í stærra hólfi (innri mál hlaups fara úr 18,4 til 18,85mm), því er minna álag/þrystingur, minni hraði á höglum og aðleiðingin af því er minnkuð „innkoma hagla“ (Ec=1/2 mv2).

Svo hvað um TRIBORE hlaupið ?

TRIBORE hlaupið sem var hannað fyrir um 10 árum af FABARM (TRIBOR HP hlaupið, kynnt 2005, er betrumbætt útfærsla af TRIBORE), svar við yfirboruðum hlaupum sem voru farsæl í Sporting og Trap. Tribore HP er byggt á VENTURI hugmyndafræðinni sem fjallar um að ef þvermál í röri er minnkað (gas, vatn o.þ.h.) mun hraðin á vökvanum aukast.

Sem dæmi, ef við þrýstum að hluta til saman gúmmíslöngu með rennandi vatni mun krafturinn á vatninu aukast.

Hugmyndafræðin á bak við TRIBORE HP hlaupin er sú sama. Langur kónn er staðsettur rétt aftan við þrengingu (205mm – 8,07“) sem þrengir rólega innra mál hlaupsins úr 18,7mm í 18,4mm, þessi þrenging gefur af sér aukin hraða á höglunum, og í leiðinni eykur „innkomu“. Fá hlaup í dag hafa sömu getu.

TRIBORE HP er þannig byggt upp:

  1. Hlaup er að hluta yfirborað til að minnka núning og draga úr bakslagi (18,7mm þvermál)
  2. Hlaupið er forþrengt (205mm) til að auka hraða haglana
  3. Nýjar byltingakenndar samhliða aðsveigðar þregningar (Hyperbolic profile)

C

Djúpborunar tækni:

Við borun á hlaupum myndast mikið álag á hráefnið, því hafa margir samkeppnisaðilar tekið upp á því að frysta hlaupin til að mynnka álagið aðeins. Afraksturinn er meira markaðseðlis en raun afrakstur.

Það er til fullkomin lausn til að framleiða vönduð hlaup: með því að bora út gegnheilar stangir úr chrome molybdene stáli.

Þar sem þessi framleiðsluaðferð er kostnaðarsöm nota tveir stærstu samkeppnisaðilar Fabarm þessa vinnsluaðferð eingöngu á hágæða sérsmíðuðu haglabyssurnar frá þeim.

Til að tryggja gæði hlaupana til viðskiptavina FABARM er djúpborunartæknin eina aðferðin sem er notuð á allar haglabyssur sem framleiddar eru hjá fyrirtækinu.