Sleppa og fara að efni Skip to footer

Eiginleikar og kostir

Hlaupgæði sem gera gæfumuninn: FABARM er einn af fáum skotvopnaframleiðendum sem smíða sjálfir hlaupin í skotvopnin sem fyrirtækið framleiðir. Öll hlaupin eru gerð úr djúp boruðum gegnheilum Chrome Molybdenum stálstöngum. Hlaupin eru ekki snögg kæld fyrir djúpborunina, líkt og gert er hjá mörgun öðrum framleiðendum, til að forðast óþarfa álag og spennu sem stálið verður fyrir við þá aðferð og í raun dregur úr styrk stálsins. Allt hráefni sem Fabarm notar við framleiðslu á hlaupum í allar gerðir skotvopna er látið standa í lámark 10 mánuði áður en stálið er meðhönldað.

Í dag er engin haglabyssa á markaðnum með jafn langar þrengingar eins og FABARM ELOS og AXIS. Hin 82mm langa INNER HP þregningin, ólíkt öðrum þrengingum, dregur mikið úr álagi og núningi á skotverki og hlaup sem verður við að hleypa af skoti. Þrengingin skilar af sér frábærri dreyfingu og ákomu hagla.

Gikkhúsið er úr smíðastáli eða ERGAL 55 áli sem er hert eftir háum gæðastöðlum sem Fabarm notar við sína framleiðslu. Framleitt í 100% sjálfvirkum tölvustýrðum CNC fræsurum. Gæði skotverksins er lýsandi fyrir háan gæðastandard sem FABARM setur og vinnur eftir.

Hægt er að stilla stífleikan á opnun og lokun byssunar sem getur verið hentugt þegar skotvopnin fara að slitna eftir margra ára notkun eða eru glæ ný.

29,7mm breiður láspinni, fræstur úr smíðastáli, læsist í skothúsið sem er einnig úr fræstu smíðastáli gera ELOS og AXIS haglabyssurnar nánast óslítandi.

Allar ELOS og AXIS haglabyssurnar, 12 og 20 Gauge, koma með 1630 bar vottun frá Ítölski CIP vottunarstöðinni. Þessi einstaka yfirþrystingsvottun, á einnig við um léttál skotvopnin, Þetta undirstrikar styrkleikan sem skotbúnaðurinn á haglabyssunum býr yfir.