Skuldbinding um yfirburði og nýsköpun
Cæsar Guerini s.r.l. var stofnað árið 2000 af bræðrunum Giorgio og Antonio Guerini á tímum þar sem mikil efnahagslægð hafði legið yfir Ítalíu. Í 40 ár á undan hafði ekkert nýtt skotvopnaframleiðslufyrirtæki verið stofnað í landinu og þróun verið hæg hvað varðar nýjungar. Þrátt fyrir óhagstætt umhverfi til að stofna nýtt fyrirtæki í greininni ákváðu bræðurnir Giorgio og Antonio engu að síður að keyra félagið í gang og hófu að hanna þá skotvopnalínu sem svo margir í skotíþróttaheiminum þekkja í dag. (Meira neðar)
þar sem bræðurnir bjuggu yfir mikill þekkingu á skotvopnaframleiðslu, vegna aldar gamallar fjölskylduhefðar í byssusmíðum, var strax tekin stefnan á há gæði, fágun og virkni skotvopnana, voru öll skotvopnin hönnuð með ofangreint að leiðarljósi. Marmiðið var að hanna skotvopn sem höfðu útlit klassískra sérsmíðaðra enskra skotvopna en einnig búa yfir eiginleikum nútíma nákvæmnissmíði skotvopna ásamt að búa yfir þægilegri meðhöndlun og nákvæmni í notkun.
Allt hófst þetta í Brescia Ítalíu, í hjarta Trompia dal, heimili elstu og þekktustu haglabyssuframleiðanda í heiminum, þar sem bræðurnir Giorgio og Antonio tóku sína djörfu ákvörðun um að setja verkefnið af stað og hófu hönnun. Bræðurnir tóku strax þá ákvörðun að stefna hátt og koma vörum Cæsar Guerini S.r.l. meðal þeirra bestu með því að hanna og bjóða upp á skotvopnalínu sem hefði nákvæmni útskurðameistara Ítalíu sýnilega ásamt nákvæmni nútíma vélaframleiðslu.
Upphaflega var Cæsar Guerini S.r.l. að hluta í eigu vel þekkts skotvopnaframleiðanda staðsettur í Brescia að nafni Fabarm S.P.A, eigendur Ottovio Olini og Antonio Sala.
Sala, þekktur í greininni á alþjóðlegum vetvangi fyrir sérfræðiþekkingu sína og hæfni í markaðssettningu, var einnig hugmyndasmiðurinn að upphaflegu markaðsáætlun Cæsar Guerini S.r.l.
Giorgio og Antonio, ásamt nokkrum samstarfsmönnum, hófu framleiðslu í lítilli verksmiðju í Marcheno Ítalíu árið 2001 með tveimur línum af Yfir/Undir haglabyssum í 12 og 20 gauge. Annars vegar var það veiðihaglabyssurnar; FIGURA, TEMPIO, MAGNUS og hinsvegar skotíþróttahaglabyssurnar; TEMPE og SUMMIT. Til viðbótar við ofangreindar haglabyssur var framleidd ein hálfsjálfvirk haglabyssa, Roman MMI sem hafði nýtt endurhleðslukerfi er leiddi af sér minna bakslag við notkun.
Árið 2002 ákváðu bræðurnir Giorgio og Antonio að breiða út vængi sína og hófu samstarf við Wesley Lang, Bandaríkjamann sem var öllu kunnugur á skotvopnamarkaðnum í Bandaríkjunum. Saman stofnuðu félagarnir Caesar Guerini USA og hófu að hanna haglabyssur fyrir veiði- og skotíþróttamenn í Bandaríkjunum. Árið 2003 var farið að stað með öfluga markaðssettningu í Evrópu sem gaf af sér fyrstu, af mörgum, viðukenningum sem félagið hefur fengið fyrir framleiðslu sína bæði í Bandaríkjunum sem á alþjóða markaði. Árið 2006 var tekin í notkun ný 2000 m2 hátækni skotvopnaverksmiðja, sú fyrsta sem hafði verið byggð á Ítalíu í meira en 40 ár. Verksmiðjunni er skipt upp í vélaframleiðslu, handmeðhöndlun, skotsvæði og þróunarsetur.
Næstu 11 árin skiluðu ýmsum verðlaunum/viðrkenningum og nýjungum á markaðin, má þar nefna hið marg rómaða DTS kerfi, fyrsta sponsaða skotfimi vinningshafan, uppkaup á Fabarm S.r.l. (2011) og slatta af nýum haglabyssum. Þrátt fyrir stanslausa vinnu í þróun á búnaði við haglabyssurnar undanfarin ár héldu hönnuðir og þróunarteymi Cæsar Guerini vinnu sinni áfram af miklum eldmóð.
Árið 2014 var mikið í gangi hjá fyrirtækinu því það ár kynnti félagið „INVICTUS“ kerfið, haglabyssur sem höfðu áður óséða útskipti möguleika á slitflötum sem eykur líftímann fyrir haglabyssuna. Ásamt „INVICTUS“ var „SYREN“ línan kynnt undir slagorðinu „No More Compromises“ eða “Engar fleirri málamiðlanir” „SYREN“ línan var hönnuð fyrir konur í skotveiði og íþróttaskotfimi með það markmiði að gefa konum möguleika á að geta keypt sér skotvopn sem henta þeim að öllu leiti. „Syren“ hefur náð miklum vinsældum í Bandaríkjunum og Englandi og er í raun vaxandi um allan heim.
Fram til dagsins í dag hefur Cæsar Guerini S.r.l. náð undraverðum árangri á öllum sviðum félagsins með hönnun og þróun sem er engri lík. Fyrirtækið hefur fengið mikið af viðurkenningum fyrir vörur sínar og hönnun frá stofnun félagsins. Hafa fengið að fylgjast með og njóta góðs árangurs keppenda í íþróttaskotfimi sem keppa með Cæsar Guerini haglabyssur um allan heim.
Árangurinn sem félagið hefur náð, sem ekki er sjálgefin en engu að síður staðreynd þrátt fyrir ungan aldur fyrirtækisins, segir meira en orð geta sagt um gæðin sem Cæsar Guerini S.r.l. stendur fyrir.