Description
Invictus, er nýtt byltingarkent kerfi sem breytir algjörlega hvernig skot- og gikkhús læsast saman. Allir lásfletir eru fullkomlega aðsniðnir sem gerir byssuna margfallt endingarmeiri en hefbundnar yfir/undir haglabyssur. Lömum og lásplatta er hægt að skipta út á mjög einfaldan máta. Ending haglabyssunar er ekki lengur mæld í hversu lengi fyrsti eigandi getur notað byssuna heldur hversu lengi börn og barnabörn munu geta notað byssuna.
“Ascent” módelið gerir þessa haglabyssu öðruvísi en margar aðrar þar sem miðunarlistinn er hærri en gengur og gerist eða 9mm. Skeftið er af “Monte Carlo” gerð með DTS kambi sem gerir notanda kleift að standa í uppréttari skotstöðu án þess að missa miðunareiginleka hefbundina miðunarlista eins og eru á mörgum Skeet eða Sporting haglabyssum. Niðurstaðan er nútímaleg íþróttahaglabyssa sem hentar flestum skotstílum og flestum gerðum af leirdúfuskotfimi.
Frekari upplýsingar um „Invictus kerfið“_“Dynamic Tuning System“ og “Y/U tvíhleypur” má fynna í hér.