Sleppa og fara að efni Skip to footer

Elos B2 Notte – Y/U tvíhleypa

350.794kr.

Hér kemur ein fyrir herrann. Fyrir þá sem ekki vita þá þýðir ítalska orðið Notte það sama og Nótt á íslensku.

1 á lager (hægt að panta)

Vörunúmer: 8051128076943 Flokkur: , , Tagg: , , , Vörunúmer: 21110

Lýsing

Elos B2 Notte er létt veiðibyssa sem hentar vel fyrir langar gönguleiðir eins og almennt er þegar farið er á rjúpu, önd eða gæs. Líkt og nafnið gefur til kynna er byssan satín mött og er með inngrafið arabískt skrautmunstur. Viðurinn í skeftum er vandaður og fallegur, skeftin eru olíuborin, krossfræst fyrir aukið grip og eru með “Pistol” grip. Notte er á viðráðanlegu verði ásamt að vera álitleg vegna notkunar eiginleika og útlits. Hlaupið er af Tribore HP™ gerð með 5 stk Inner HP™ þrengingar sem koma með þessari haglabyssu. Elos B2 Notte kemur með 1630bar þrýstiprufunarvottun.

Frekari upplýsingar má fynna í hér.

 

Nánari upplýsingar

Gauge

12 / 76mm

Lengd hlaups í mm

710mm / 28"

Hlaupgerð

TRIBORE HP™

Þrengingar

5 stk INNER HP™ þrengingar

Nothæf með stálskotum

Já, (er ekki staðalbúnaður)

Miðunarlisti

6mm loftaður

Miðunarpunktur

Orange fibermið fremst á hlaupi

Skefti / Forskefti

"Pistol grip" skefti / "Tulip"forskefti

Skeftispúði

Gúmmí

Skeftislengd (L.O.P)

372mm

Mál niður á skeftiskamb (Drop)

38/58mm

Gikkur

Fastsettur, fjölvirkur

Öryggi

Vallægt handvirkt, Bætt við sem valmöguleika: Fall- og höggvörn.

Þyngd

3,15kg

Hægri eða vinstri handar

Hægrihandar

Pökkun

Kemur í pappakassa án tösku.

Þrýstibrófun

1630 BAR

Framleiðandi

FABARM S.r.L.