Skip to content Skip to footer

L4S Initial Hunter – Hálfsjálfvirk haglabyssa

247.446kr.

FABARM bíður upp á nýlega línu af hálfsjálfvirkum haglabyssum sem eru hannaðar til fuglaveiða. Í L4S línuni er að sjá þá nákvæmni og áræðni sem FABARM er frægur fyrir um  allan heim. Ef verið er að horfa í fjárhaginn, þá er ekki hægt að missa marks með L4S Initial Hunter. Með nákvæmri skilgreiningu í grunnin er L4S Initial Hunter ein af best þróuðu hálfsjálfvirku haglabyssunum á markaðnum í dag.

Á lager

Vörunúmer: 240252998 Flokkar: , , Merkimiðar: , , Vörunúmer:21118

Lýsing

L4S inniheldur nýstárlega hönnun sem gerir notanda kleift að fjarlægja framendann án þess að taka haglabyssuna í sundur. Hönnunin hefur tvo mikilvæga kosti. Með því að fjarlægja framendann er hægt að þrífa og smyrja skotverkið án þess að þurfa taka alla byssuna í sundur. Að auki útilokar það að viðurinn verði hluti af burðareiningu byssunnar, sem gerir samvinnu skotverks og hlaups nákvæmari og sterkari. Með því að taka álagið af viðnum í forskeftinu er kröftunum útrýmt sem geta skemmt og sprengt viðinn. Allar útfærslur koma með satin olíuborinni Tyrkneskri Valhnetu.

L4S er létt skotvopn, skotverkið er smíðað úr ERGAL 55 léttmálmsblöndu, sem gerir L4S þægilega að meðhöndla við veiðar. L4S er með nýja útfærslu af gasskiftikerfi, Pulse Piston™, sem dregur verulega úr bakslagi. L4S þolir allar tegundir skotfæra frá 2 3/4 ” til öflugra 3″ magnum skota. Til að stilla skefti betur að notanda fylgja stilliskífur með. (Stock shim)  Með TRIBORE HP™ hlaupinu næst nákvæmni og góð útkoma í meðhöndlun. L4S kemur í þrem mismunandi útfærslum: Initial Hunter (svart skotverk), Grey Hunter (silfrað skotverk með fallegum útskurði) og Deluxe Hunter (silfurlitað skotverk með fallegum gullnum útskurði og við með hærri gæðastaðli).

Frekari upplýsingar má fynna í hér.

 

Frekari upplýsingar

Gauge

12 / 76mm, Pulse Piston™, gasskift

Lengd hlaups í mm

710mm / 28"

Hlaupgerð

TRIBORE HP™

Þrengingar

3 stk INNER HP™ þrengingar

Heildar skotmagn

1 í hlaupið + 2 í skotgeymi eins og skotvopnalög heimila

Nothæf með stálskotum

Miðunarlisti

6mm beinn með dropa á enda

Skefti / Forskefti

"Pistol" skefti / áfastur losunarbolti á forskefti til að losa skefti og hreinsa skotbúnað án þess að taka byssuna í sundur.

Skeftispúði

12mm gúmmípúði

Skeftislengd (L.O.P)

365mm

Mál niður að skeftiskamb (Drop)

35/55mm

Gikkur

Fastsettur með hefbundnum gikklás

Þyngd

2,9 kg

Hægri eða vinstri handar

Hægrihandar

Pökkun

Kemur í pappakassa, engin taska fylgir með.

Þrýstiprófun

1630 BAR

Framleiðandi

FABARM S.r.L