Lýsing
L4S inniheldur nýstárlega hönnun sem gerir notanda kleift að fjarlægja framendann án þess að taka haglabyssuna í sundur. Hönnunin hefur tvo mikilvæga kosti. Með því að fjarlægja framendann er hægt að þrífa og smyrja skotverkið án þess að þurfa taka alla byssuna í sundur. Að auki útilokar það að viðurinn verði hluti af burðareiningu byssunnar, sem gerir samvinnu skotverks og hlaups nákvæmari og sterkari. Með því að taka álagið af viðnum í forskeftinu er kröftunum útrýmt sem geta skemmt og sprengt viðinn. Allar útfærslur koma með satin olíuborinni Tyrkneskri Valhnetu.
L4S er létt skotvopn, skotverkið er smíðað úr ERGAL 55 léttmálmsblöndu, sem gerir L4S þægilega að meðhöndla við veiðar. L4S er með nýja útfærslu af ryðþolnu gasskiftikerfi, Pulse Piston™, sem dregur verulega úr bakslagi. L4S þolir allar tegundir skotfæra frá 2 3/4 “ til öflugra 3″ magnum skota. Til að stilla skefti betur að notanda fylgja stilliskífur með. (Stock shim) Með TRIBORE HP™ hlaupinu næst nákvæmni og góð útkoma í meðhöndlun. L4S línan er framleidd í þrem mismunandi útfærslum: Initial Hunter (svart skotverk), Grey Hunter (silfrað skotverk með fallegum útskurði) og Deluxe Hunter (silfurlitað skotverk með fallegum gullnum útskurði og við með hærri gæðastaðli).
Frekari upplýsingar má fynna í hér.