Description
Þegar haglabyssa passa fullkomlega fynnur notandi minna fyrir bakslagi og skotnákvæmnin verður meiri. Með þetta í huga var Syren Tempio hönnuð fyrir konur. Allar málsettningar á byssunni eru aðlagaðar að líkamsbyggingu kvenna. Jafnvægi á milli fram og afturenda byssunar var sérstaklega útfært í hönnun fyrir meðfæranlega meðhöndlun við allar aðstæður.
Útskurðurinn sýnir rósarvendi og fléttur á stílhreinan og tignarlegan máta. Skeftið er úr hágæða tyrkneskri Valhnetu með útskurði af rósum sem gengur saman við annan útskurð á byssunni. Syren Tempio er vönduð og góð haglabyssa fyrr allar veiðikonur.
Frekari upplýsingar um “Y/U tvíhleypur” má finna í hér.