Reynsla, skuldbinding og nýsköpun
Þessi þrjú einföldu orð eru nóg til að lýsa Shothunt srl, leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu heyrnalausna á ítalíu. Frá stofnun hefur fyrirtækið haft sérstöðu fyrir áherslu sína á nýsköpun, sem hefur gert því kleift að framleiða og dreifa tækjum til viðskiptavina í hæðsta gæðaflokki.
Shothunt er leiðandi fyrirtæki í heyrnalausnum á ítalíu
Byggt á endurgjöf og umtali frá félögum veiðisambanda, skotíþróttafélaga og á íþróttaviðburðum, hannaði fyrirtækið og fékk einkaleyfi á Shothunt ®. Nýstárlegir stafrænir „in-ear“ heyrnatappar sem vernda heyrn á skotveiði- og skotíþróttafólk.
Shothunt er svarið fyrir þá sem eru að leita að öðrum kosti en fyrirferðarmiklum heyrnahlífum, vilja vera óþvingaðir og verndaðir á meðan þeir helga sig ástríðu sinni.
Shothunt „in-ear“ stafrænir heyrnatappar
Shothunt eru nýjir stafrænir heyrnatappar sem passa upp á tveinnt á sama tíma:
- Dempra strax niður utanaðkomandi hávaða sem fer yfir 82dB, tryggir yfirburðar vörn gegn skaðlegum hljóðum eins og í skotvopnum eða langvarandi hávaða. Hvell-hljóð dempruð samstundis. SNR 32dB
- Mótekur og magnar upp utanaðkomandi hljóð upp að 20 dB í frábærum „high-fidelity“ hljómgæðum, hægt að stilla hljómstyrk að eigin hentugleika.
Helstu tæknieiginleikar:
- Shothunt tækin passa í nánast öll eyru og því ekki þörf á sértækri mátun fyrir kaup eða dýrum sérsmíðuðum mótum.
- Vinnuvistfræðilega hönnuð, hálf-skel hönnun kemur í veg fyrir að heyrnatapparnir detti úr eyranu.
- „Memory Foam“ púðarnir passa fullkomlega, eru þægilegir í eyra. Þrjár stærðir koma með öllum tækjum (S,M,L)
- 100% stafrænn örgjörvi með fjölrása tækni sem demprar eingöngu skaðleg hljóð, hleypir í gegn öðrum skaðlausum hljóðtíðnum.
- Hættan á að afturskeftið á byssunni rekist í heyrnatappana ekki til staðar.
- Hrein 360° hljóðvitund notanda til að vita hvaðan hljóð kemur.
- Hannað og framleitt í Ítalíu.