Description
Heyrnavarnir fyrir veiðar og taktísk samskipti
Háþróaðir stafrænir, í eyra, heyrnatappar fyrir veiðimenn með möguleika á fjarskiptasamskiptum.
Shothunt wireless er hannað með það í huga að geta tengt stafrænu heyrnatappana við tvíátta sendir sem er fáanlegur hjá Shothunt. Hægt að tengja sendinn við tvíátta (Two-Way) talstöðvar sem styðja búnaðinn.
Shothunt wireless kemur í tveimur litum á skélinni, brúnnt og appelsínugult. Ytri hlutinn,bakið, er drapplitaður.
„Wireless“ línan er í grunnin sú sama og „Standard“ línan. Það sem bætist við er ofangreindur viðauki, þ.e. tvíátta (Two-Way) samskipti í gegnum tengikraga „Magnetic Induction Neckloop“
Með því að setja kragan/hálsmeni um hálsin myndast ósýnilegt segulflæði sem flytur merki frá upptöku (Tvíátta talstöð) beint í segulspólu (T-Coil) sem er staðsett í Shothunt heyrnatöppunum.
Merkið er magnað upp og breytt í hljóð með búnaði í heyrnatöppunum. Til að hafa samskipti við aðra er ýtt á PTT rofan og talað í hljóðnema sem er staðsettur í rofaboxinu. (PTT = Push To Talk)
ATH: Fjarskiptabúnaður fylgir ekki með, talstöðin.
Allar tvíátta talstöðvar eru með ákveðin tengistykki (plögg) sem passa við þeirra búnað, mikilvægt er að taka fram hvað tæki á að tengjast tengikraganum áður en varan er pöntuð.