Lýsing
Þessi byssubakpoki var einn af tveimur vörum ULFHEDNAR® sem var valin sem besta mjúka byssutaskan 2023 „Best overall soft rifle case 2023“ af tímaritinu OutdoorLife.*
Það er ekki ofsagt að segja að hér er á ferðinni einn besti byssubakpoki sinnar gerðar! Einstakt burðarkerfi með stillanlegum axlarólum mótuðum að líkamanum. Mjaðmabeltið er breitt, leggst vel að líkamanum, er stillanlegt og hannað til að tryggja þægindi, jafnvel í löngum ferðum með mikin þunga. Mikill burðarstyrkur. Á mjaðmabeltinu er að fynna Molle-festingalykkjur. (Frh-GIG)
Byssubakpokinn er vel bólstraður og veitir því góða vörn þegar gengið er til fjalla, hlutir geymdir í pokanum eða þegar verið er að ferðast á annan máta. Stórir bólstraðir vasar með þægilegt aðgengi. Sér vasi fyrir hreinsistangir.
Lóðréttar Molle-festingar til að henga aukabúnað við bakpokan, t.d. þrífót, skotmottu oþh. Hlífðarhetta á toppi pokans yfir plaupi riffils. Mjög sterk handföng ef á þarf að halda, draga. Læsanlegur rennilás. Vasi fyrir merkimiða. Velcro-platti framan á einum vasanum. (Cordura®, YKK®, UH-Web™, G.S.I)
Þennan poka er hægt að panta með 140cm hólfi. (Málsettningar 140x30x12cm, 3550gr)
Byssubakpokar/töskur til allra nota, í öllum stærðum og gerðum. Koma allir með stillanlegum bakpokaólum mótaðar að líkamanum. Stórir vasar að utan. Mikill burðarstyrkur! Aðalrennilásinn er læsanlegur. Vasi fyrir merkispjald.
(YKK®, UH-Tex™, G.S.I, UH-Web™)