Eiginleikar og kostir
Útstæðar 97mm langar samhliða aðsveigðar (Hyperbolic) þrengingar: jöfn og þétt dreyfing í öllum fjarlægðum. Val á þrengingum fer eftir á hvað er verið að skjóta og í hvaða fjarlægð.
Gengjurnar í þrengingunum eru renndar af mikilli nákvæmni, þrengingarnar eru smíðaðar úr riðfríu stáli með krossfræsun í enda fyrir betra grip.
Mikil nákvæmni er í fræsun á milli hlaups og þrengingar til að koma í veg fyrir að þrýstiloft sleppi á milli hlaupveggjar og þrengingar, einnig til að koma í veg fyrir uppsöfnun á púðurleifum.
„Racing“ gikk kerfi, sérstaklega hannað fyrir Trap og Sporting. Gikknæmni fyrir fyrsta og annað skot: 1,6kg/1,8kg. Stillanlegur skotgikkur losaður/festur með torxlykli.
Möguleiki á háum miðunarlistum fyrir uppréttari skotstöðu og betri sýn á leyrdúfunum, dregur einnig úr bakslagi.
„Micro-Metric 3D“: Fullkomin aðlögun með fjölstillanlegum skeftiskambi, tvennar stilliblokkir sem hægt er að hækka og snúa. Kamburinn læsist fullkomlega og hreifist ekkert þrátt fyrir mikla notkun.