Skip to content Skip to footer
um Fabarm

„Skotvopn framleidd í Brescia“

Fabarm er stofnað af Gelasi ættarveldinu rétt eftir aldamótin 1900. Fabarm nafni er dregið frá „Fabbrica Bresciana Di Armi“ sem þýðir bókstaflega „Skotvopn framleidd í Brescia“
Fyrstu áratugina framleiddi fyrirtækið aðalega hlið við hlið haglabyssur en fljótlega eftir seinni heimstyrjöldina hefur fyrirtækið framleiðslu á yfir/undir haglabyssum. Í lok sjöunda áratugarins kynnir Fabarm sína fyrstu hálfsjálfvirku haglabyssu, The Goldenmatic, sem hafði mekkanisma kallaður „Long Recoil“ Áttundi áratugurinn er áratugur þar sem Fabarm sýndi styrk og framleiðslugetu með því að koma með margar nýjungar. (Meira neðar)

Fyrirtækið kynnti Yfir/undir íþróttaskotfimi haglabyssuna STL, nokkrir notendur Fabarm skotvopna urðu heimsmeistara í skotfimi í mismunandi greinum, settu á markað pumpur og kynntu gasskiptu hálfsjálfvirku haglabyssuna ELLEGI. Létt skotvopn hannað með ERGAL 55 léttmálshúsi verður eitt mest selda skotvopnið í Evrópu og gerir Fabarm eitt af fáu fyrirtækjum til að ná tökum á endurhleðslutækni hálf sjálfvirkra haglabyssa.
1976 verða þáttaskil hjá fyrirtækinu þar sem upprunalegu eigendur ganga út úr fyrirtækinu og hætta framleiðslu.

Þremur árum síðar, 1979, ákveður ungur markaðsstjóri hjá öðru Ítölsku skotvopnaframleiðanda að kalla saman hóp fjárfesta til að kaupa og yfirtaka fyrirtækið þar sem hann áttaði sig á hvað vörumerkið FABARM gaf og möguleikum sem voru til staðar fyrir fjöldaframleiðslu. Nokkrum árum síðar er framleiðsla Fabarm flutt til Travagliato Ítalíu í stærra og betra húsnæði ásamt að sett var af stað stórtæk markaðsáætlun sem náði til Bandaríkjana, Skandinavíu og Evrópu.

Vörulínan var byggð á hálf sjálfvirkum haglabyssum, pumpum og tvíhleypum og vegna góðra samninga við dreifingaraðila var tekin ákvörðun um að stefna á að selja 3.000 Fabarm haglabyssur á mánuði þar sem nýr framleiðslubúnaður hafði þá framleiðslugetu.
Fabarm er þekkt fyrir að vera oft á undan öðrum meðal annars með því að vera fyrsta skotvopnafyrirtækið til að aðlaga framleiðslu sína að breyttum skotvopnalögun, þrjú skot, ásamt að vera með léttustu haglabyssuna á markaðnum á þeim tíma.

Framleiðslu einkaleyfi Fabarm hafa skipt sköðum fyrir skotvopn samtímans, hafa staðist tímans tönn og gefið fyrirtækinu þá stöðu sem það hefur í dag á skotvopnamarkaðnum.
Árið 2008 var „non-toxic“ skotfæralöggjöfin keyrð inn innan Evrópu, þarna voru blýhögl að mestu bönnuð, sem gaf Fabarm ákveðið forskot á sína keppinauta. Með innleiðingu á „TRIBORE HP“ hlaupunum 2005 náði Fabarm þeirri stöðu á markaðnum að vera eini skotvopnaframleiðandinn sem gat boðið upp á hlaup og þrengingar sem þoldi stálskotin meira að segja fullþrend þrenging.

Sama ár fór Fabarm að þrýstiprufa skotvopnin sem félagið framleiðir upp að 1630 bar sem gerir skotvopn Fabarm ein þau öruggustu á markaðnum í dag.
Í janúar 2011 varð vendipunktur í rekstri Fabarm þar sem annar af eigendum félagsins til 31 árs ákvað að stíga út og formlegur samrunni við Caesar Guerini varð að veruleika, félögin tvö höfðu verið í samvinnu frá síðistu árum síðustu aldar. Við þessa sameiningu styrktist staða Fabarm enn meir, nýjar tækniútfærslur fóru að líta dagsins ljós og nýjar byssur fóru að byrtast þar á meðal XLR 5 VELOCITY.

Skemmst er frá því að segja að XLR 5 Velocity var á þeim tíma hraðskiptasta hálfsjálfvirka haglabyssan á markaðnum og var það sýnt og sannað af John Yeiser með því að skjóta 25 leirdúfur á 64,14 secundum, sem gerði hann einnig heimsmethafan í hraðskotfimi með haglabyssu.
2014 var árið sem Fabarm tók skrefið lengra og hóf framleiðslu á haglabyssum fyrir löggæslu og hersveitir með stofnum atvinnuskotvopnadeildar (Professional division).

Í meira en 30 ár hafði Fabarm leitt pumpu framleiðslufyrirtæki fyrir atvinnu notendur (MARTIAL; SDASS) en ákváðu að færa framleiðsluna inn í fyrirtækið sem leiddi til aukinar þróunar og nýjunga í skotvopnaframleiðslunni.
Desember 2015 var Fabarm selt að fullu til Caesar Guerini. Þessi samrunni styrkti félagið enn meira um allan heim. Með því að sameinast Caesar Guerini urðu sameinuð félög að öðru stærsta skotvopnaframleiðslufyrirtæki á Ítalíu.

Tæknilegar útfærslur

Skoða nánar
Skoða nánar
Skoða nánar
Skoða nánar
Skoða nánar

Haglabyssur

Skoða nánar
Skoða nánar
Skoða nánar
Skoða nánar