Skip to content Skip to footer

Skilmálar Veiðibúðin.is

 

I. Gildissvið

Þessir skilmálar gildir um sölu Veiðibúðin.is á vörum og þjónustu til neytenda, sbr. 1. gr. laga nr.

16/2016, um neytendasamninga. Samkvæmt 1. tölul. 2. gr. laganna er neytandi einstaklingur

sem er kaupandi í viðskiptum sem lögin taka til í tilgangi sem er óviðkomandi starfi hans.

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög.

Uppsetningu er þannig háttað að skilmálunum er skipt í fjóra kafla:

1. Í I. kafla er gildissviðsákvæði að finna.

2. Í II. kafla er að finna almenn ákvæði sem eiga við um öll viðskipti Veiðibúðin.is við

neytendur.

3. Í III. kafla er að finna almenn ákvæði sem eiga við um viðskipti á vörum sem Veiðibúðin.is hefur að bjóða.

4. Í IV. kafla er að finna persónuverndarstefnu Veiðibúðin.is

II. ALMENN ÁKVÆÐI

A. Um Veiðibúðin.is

Veiðibúðin.is er rekið af og er í eigu Gunni Sig ehf., kt: 440419-1780

VSK-númer: 134352

Netfang: veidibudin@veidibudin.is

Símanúmer: 616-1974

Banka upplýsingar: 0528-26-004791

Föst starfsstöð: Engin verslun, bara netverslun.

Gunni Sig ehf. er heildsala sérhæfð í vörum fyrir íþróttaskotfimi og skotveiðar ásamt öðru.

Gunni Sig ehf er með netverslun en rekur enga verslun.

Netverslun Veiðibúðin.is er að fynna á vefsíðunni https://veidibudin.is/netverslun/

B. Upplýsingar um vörur

Upplýsingar um helstu eiginleika vara sem Veiðibúðin.is selur eru veittar á vefsíðu Veiðibúðin.is (https://veidibudin.is) undir flipanum “Vörumerki”. Einnig eru greinagóðar upplýsingar að fynna undir hverri vöru fyrir sig.

C. Upplýsingar um verð

Upplýsingar um helstu heildarverð vöru eða þjónustu eru veittar á vefsíðu Veiðibúðin.is. (https://veidibudin.is)

Öll uppgefin verð eru í íslenskum krónum.

Öll verð eru upp gefin með virðisaukaskatti og öllum opinberum sköttum og gjöldum og hið

sama á við um verð sem tilgreint er á reikningum sem Veiðibúðin.is gefur út á hendur

viðskiptavinum. Verð vara inniheldur 24% virðisaukaskatti, nema annað sé tekið fram, samkvæmt skatthlutfalli ákvæðum laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Verði gerðar

breytingar á skatthlutföllum laganna, eða aðrar lagabreytingar sem hafa í för með sér

breytingar á beinum og óbeinum sköttum sem koma fram í vöruverði, áskilur Veiðibúðin.is sér fullan

rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga, jafnvel eftir atvikum í tilviki þegar framkominna pantana.

Um verðmerkingar og einingarverð við sölu á vörum fer samkvæmt ákvæðum reglna

nr. 536/2011, um verðmerkingar og einingarverð við sölu á vörum, eftir því sem við á.

Ekki eru gefnir afslættir af þeim vörum sem eru nú þegar tilboðs- eða afsláttarvörur. Afslættir

og afsláttarkóðar gilda ekki fyrir kaupum á gjafabréfum eða viðburðum.

D. Verðbreytingar og villur

Veiðibúðin.is áskilur sér rétt til að leiðrétta villur í auglýsingum, sbr. 9. gr. reglna nr. 366/2008, um

útsölur eða aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði, og falla frá samningi verði mistök við

verðmerkingu vöru, sbr. 5. mgr. 3. gr. reglna nr. 536/2011, um verðmerkingar og

einingarverð við sölu á vörum.

Að öðru leyti áskilur Veiðibúðin.is sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga eftir því sem ástæður

þykja til. Veiðibúðin áskilur sér rétt til að taka vörur úr sölu fyrirvaralaust. Veiðibúðin.is áskilur sér rétt til

að staðfesta pantanir símleiðis.

E. Upplýsingar um greiðsluleiðir

Á netverslun Veiðibúðin.is er tekið á móti greiðslum með millifærslum, með greiðslukortum, Netgíró og Pei.

F. Endursala

Viðskiptavinum er óheimilt að endurselja vörur í hagnaðarskini sem keyptar eru hjá Veiðibúðin.is nema um annað sé samið.

G. Ábyrgð á vöru

Um ábyrgð Veiðibúðin.is á vörum fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 48/2003, um neytendakaup, í

tilviki neytendakaupa. Samkvæmt 7. gr. laganna telst söluhlutur afhentur þegar neytandi

hefur veitt honum viðtöku og áhætta af hlutnum flyst yfir til neytanda þegar söluhlutur hefur

verið afhentur, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna.

Ástæða er til að vekja athygli á að neytanda ber að tilkynna um framleiðslugalla án ástæðulauss dráttar

frá því að hann varð galla var eða mátti verða hans var en frestur neytanda til að leggja fram

kvörtun er aldrei styttri en tveir mánuðir frá því að hann varð galla var.

Ábyrgð Veiðibúðin.is á vörum sem félagið býður upp á kann að takmarkast af endingu sem getið

er um í upplýsingum um vöruna, t.d. hámarksfjölda endurhleðslu rafhlöðu. Því getur jafnvel til þess komið að slík tæki verði ekki talinn haldinn galla þó endingartími sé skemmri en tvö ár.

Rétt er að benda á að ábyrgð Veiðibúðin.is nær ekki til tilvika þar sem söluhlutur hefur orðið fyrir

skemmdum sem verða raktar til notkunar neytanda, t.d. ef hluturinn hefur orðið fyrir

rakaskemmdum, höggskemmdum, meðhöndlun hefur ekki verið í samræmi við

leiðbeiningar framleiðanda eða hluturinn hefur orðið fyrir útlitsskemmdum.

Ef vara reynist sannanlega gölluð er henni jafnan skipt út fyrir sömu vöru. Í ákveðnum tilfellum þarf að fá niðurstöðu framleiðanda hvað varðar framleiðslugalla og áskilur Veiðibúðin.is sér þann rétt að taka þann tíma sem þarf til að fá niðurstöðu frá framleiðanda. Ekki er leyfilegt að skipta á

vöru og annarri vöru.

H. Sérpantanir

Fyrir allar vörur sem eru sérpantaðar að óskum viðskiptavina þarf að greiða að lámarki 30% af áætluðu verði vörunar til staðfestingar um vörukaupin. Ekki er hægt að falla frá kaupum á skotvopnum eða vörum yfir kr 100.000,- nema að vörusali nái að koma vörunni í sölu annað enda um vöru að ræða sem ekki er ætlað að vera lagervara hjá Veiðibúðin.is.

Ef ekki tekst að selja vöruna mun Veiðibúðin.is halda eftir staðfestingargreiðslunni upp í fjárhagsskaða sem félagið hlýtur vegna fjárútláts á vöru sem annars er ekki á lager félagsins. 

I. Ágreiningsmál

Neytendur geta skotið ágreiningsmálum vegna viðskipta við Veiðibúðin.is til kærunefndar vöru og

þjónustukaupa, Borgartúni 29, 105 Reykjavík. Vefslóð á vefsíðu nefndarinnar er eftirfarandi:

www.kvth.is.

J. Trúnaður

Veiðibúðin.is heitir neytendum fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í

tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema að framkominni

lögmætri beiðni yfirvalda.

III. VIÐSKIPTI, greiðsluleiðir, afgreiðsla og sendingarmáti, vöruskil og endurgreiðsla

A. Greiðsluleiðir

Á netverslun Veiðibúðin.is er tekið á móti greiðslum með, greiðslukortum, Netgíró og Pei, í gegnum viðurkendar og öruggar greiðslumiðlanir. Hver greiðslumiðlun starfar eftir lögum um greiðslumiðalanir og taka alla ábyrgð er lítur að þeim lögum.

B. Afgreiðsla og sendingarmáti

Stefnt er á að afgreiða allar pantanir næsta virka dag eftir pöntun en engu síðar en 48 klst eftir pöntun. Vörur sem ekki eru til á lager fara í biðpöntun, þjónustufulltrúi mun hafa samband og tilkynna áætlaðan afhendingartíma vörunar.

Allar vörur sem eru sendar með Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar- og fluttningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vara og ber því Íslandspóstur ábyrgð ef vara týnist eða tjónast á meðan varan er í meðhöndlun hjá Íslandspósti. Einnig gildir verðskrá Íslandspósts um kostnað vegna sendinga.

Ef varan verður fyrir tjóni í fluttningum hjá Íslandspósti er það á ábyrgð viðskiptavinar að sækja bætur til Íslandspósts. Söluaðili, Veiðibúðin.is, er ekki ábyrgur fyrir meðhöndlun á vörum eftir að vöru hefur verið skilað til fluttningsaðila.

C. Vöruskil

Viðskiptavinur hefur 14 daga skilarétt við vörukaup gegn því að framvísa sölureikningi sem tilheyrir kaupunum á vörunni samkvæmt 8. gr laga nr. 46/2000 “Réttur til að falla frá samningi”.

Vara þarf að vera ónotuð og í fullkomnu lagi, ásamt að skila vörunni í óskemmdum umbúðum þegar vöru er skilað. Ef varan er innsigluð eða með átengdan viðvörunarborða skal innsiglið eða viðvörunarborðin vera órofin. Tilkynna þarf um vöruskil áður en skilaréttur rennur út á netfangið veidibudin@veidibudin.is.

Við skil á vöru er miðað við söluverð sem sést á meðfylgjandi sölureikningi hvort sem um ræðir fullt verð eða tilboðsverð.

Taka skal fram að skilaréttur á ekki við þegar um sérspantanir er að ræða, þar gildir 3 tölul. 10 gr. laga nr 46/2000 “Undanþágur frá rétti til að falla frá samningi”

D. Endurgreiðsla

Þegar vara er gölluð er viðskiptavini boðin ný vara í staðin af sömu gerð svo lengi sem það er hægt. Ef viðskiptavinur vill ekki nýja vöru, er gefin út og skráð inneignarnóta.

Ef endurgreiðslu er krafist er farið eftir lögum sem um það gildir.

IV. PERSÓNUVERNDARSTAEFNA

A. Almenn ákvæði

Veiðibúðin.is meðhöndlar persónuupplýsingar samkvæmt lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

B. Tilgangur persónuupplýsinga

Persónulegar upplýsingar, tengiliðaupplýsingar, greiðsluupplýsingar eru fyrst og fremst notaðar í bókhaldslegum tilgangi en einnig vegna fyrirspurna, pantana, hvert eigi að senda vörur, senda reikning rafrænt, vöruskil, skráningar á póstlista, til að halda utan um viðskiptasögu viðskiptarvinar ofl.

C. Varðveirsla persónuupplýsinga

Veiðibúðin.is mun fara að öllu að lögum um notkun persónuverndarupplýsinga, allar upplýsingar eru varðveittar á öruggan máta og engum upplýsingum verður veitt til þriðja aðila nema staðfesting lögréttaraðila samkvæmt lögum beri svo til að gera.

D. Greiðsluupplýsingar

Veiðibúðin.is kemur hvergi nærri, né safnar, greiðslukortaupplýsingum. Allar greiðslukortaupplýsingar viðskiptavina og greiðslur fara í gegnum viðurkenndar og öruggar greiðslugáttir.

E. Réttur viðskiptavina

Viðskiptavinur hefur rétt á eftirfarandi atriðum hvað varðar sínar upplýsingar samkvæmt lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

  1. Óska eftir aðgangi og eða afriti af persónuupplýsingum sem Veiðibúðin.is hefur
  2. Óska eftir leiðréttingu á persónuupplýsingum sem eru rangar og villandi
  3. Óska eftir að persónuupplýsingum verði eytt þar sem viðskiptavinur veitir Veiðibúðin.is ekki lengur heimild til að vinna með upplýsingarnar.
  4. Andmæla vinnslu persónuupplýsinga

Viðskiptavinur getur lagt fram kvörtun hjá Persónuvernd vegna vinnslu persónuupplýsinga Veiðibúðin.is með því að senda á netfangið postur@personuvernd.is  Skrifstofa Persónuverndar er að Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík.

F. Varnarþing

Rísi upp mál sem Veiðibúðin.is og viðskiptavinur geta ekki komist að samkomulagi um geta báðir aðilar rekið ágreiningsmálið fyrir íslenskum dómstólum. Horft er í lög nr 46/2000 um húsgöngu og fjarsölu, lög nr. 48/2003 um neytendakaup, lög nr. 50/2000 um lausafjárkaup þar sem það á við.