Það eru nokkrir höggdeyfar í byssunni, sá mikilvægasti er staðsettur á bak við boltalásinn og er nógu breiður til að taka á móti hörðustu bakslögunum. Útkastarinn hefur góða hreyfigetu og kastar því öllum veiðiskotum út óháð hleðslu. Hleðsla skots í skotgeymi er mjög þægileg þar sem hleðslusleðinn er mjúkur og kveikur, lokunarhnappur er vel staðsettur.
Sveiflulásinn gerir það mögulegt að hafa gikkhúsið styttra og nettara án þess að draga úr öryggi. Hálfsjálfvirkar haglabyssur frá Saesar Guerini sem hafi staðist stálskot prufunina “Steel Shot Test” geta skotið stálskotum en mikilvægt er, nota þarf þrengingar sérstaklega hannaðar fyrir stálskot.